Öllum er hollt að rifja upp fortíðina, ekki síst þegar hún er jafn glæsileg og Ísland var árið 1995. Í myndbandinu hér að neðan má sjá frábært myndband lagsins Bömpaðu baby bömpaðu með hljómsveitinni Fjallkonan. Hana skipuðu þeir Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson, Jóhann Hjörleifsson, Róbert Þórhallsson og Pétur Örn Guðmundsson, oft kenndur við Jesúm. Hljómsveitin var stofnuð í kringum uppsetningu á söngleiknum Súperstar, sem var sýndur við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu sumarið 1995.

 

Í laginu Bömpaðu baby bömpaðu nýtur Fjallkonan liðsinnis Emilíönu Torrini og er óhætt að segja að það sé langvinsælasta lag sveitarinnar. Fjölmargir dansarar og gestir setja sterkan svip á myndbandið, en þar má meðal annars sjá Páli Óskari Hjálmtýssyni bregða fyrir. Fatatískan er auðvitað óaðfinnanleg og greinilegt að íslensk ungmenni stóðu mjög framarlega þegar kom að klæðaburði á 10. áratug síðustu aldar.

 

Vídjó