Vatnsmálverk þetta var málað af bretanum E. Prentis árið 1941 á tímum hersetunnar. Málverkið sýnir æfingar 143. deildar breska hersins við Lágafell í Mosfellsbæ.

 

Verkið er á bakhliðinni merkt „A Troop / 25 pdr going into action“, en það er vísun í fallbyssuna fyrir miðju.

 

Heimild: Kent Yeomanry Archives, Bexleyheath.

 

Tengt efni: „Þar búa spámenn og englar“: Breskur stríðslistamaður á Íslandi, 1943