Bærinn Duluth í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum, þann 15. júní 1920.
Þrír þeldökkir sirkus-starfsmenn voru ranglega sakaðir um að hafa nauðgað hvítri stúlku. Ofstækisfullir bæjarbúar tóku snarlega lögin í eigin hendur og drápu blökkumennina þrjá án laga og réttar.
Múgaftökur á blökkufólki voru nokkuð algengar í bandaríska Suðrinu og stóðu fram til 1968. Fágætt var að „lynchings“ — eins og slíkir gjörningar kallast á ensku — ættu sér stað í Norður-Bandaríkjunum.
Sennilegt er að einhverjir norrænir frændur okkar séu gerendur á þessari hræðilegu mynd, þar sem rúmur þriðjungur íbúa Duluth var á þessum tíma frá Norðurlöndunum.