Á blogginu Retro DPRK — sem hefur undirtitilinn Minjagripir frá „Paradís fólksins“ — safnar Kanadamaðurinn Christopher Graper ljósmyndum frá Norður-Kóreu frá liðnum áratugum. Það eru skiljanlega ekki margar ljósmyndir til eftir ferðamenn í Norður-Kóreu þar sem túristar þar eru mjög fáir enda eru landamæri einræðisríkisins lokuð. Þeir fáu útlendingar sem fá að ferðast til landsins eru undir stöðugu eftirliti stjórnarinnar sem fylgir þeim um hvert fótmál.

 

En Christopher þessi Graper titlar sig sem fararstjóra og erindreka Koryo Tours í Kanada. Hann segist ferðast reglubundið til Norður-Kóreu og þar sem hann sýni erlendum gestum land og þjóð.

 

Um bloggið segir hann: „Frá 1945 til hruns Sovétríkjanna fengu örfáir erlendir gestir að heimsækja Lýðræðislega Alþýðulýðveldið Kóreu [DPRK á ensku], og flestir þeirra voru frá austurblokkinni eða hlutlausum löndum. Ef frá eru taldar fjarlægar minningar og strjált safn skyndimynda eftir ferðamenn, eru fáar heimildir til um þessa töfrandi tíma.“

 

Hér sjáum við örfáar myndir úr safninu, en lesendur geta fundið fleiri á bloggi Grapers.

 

Pyongyang úr lofti á níunda áratugnum:

 

 

 

 

 

Póstkort frá 1978:

 

Sólstrandarmyndir frá Wonsanborg, ca. 1980: