„Ef Sovétmenn sigra í stríðinu! Katyn alls staðar.“ Mynd þessi var gefin út af Vichy leppstjórn nasista í Suður-Frakklandi árið 1943 og var teiknuð af hægrisinnaða blaðamanninum Maurice-Yvan Sicard. Katyn vísar til fjöldamorða Sovétmanna á 22 þúsund pólskum stríðsföngum vorið 1940 samkvæmt tilskipun morðingjans og illmennisins Lavrentiys Bería, yfirmanns rússnesku leyniþjónustunnar.

,,Ef Sovétmenn…“ Hér þramma sovéskir hermenn niður Champs Élysées í Paris. Sigurboginn sést í bakgrunni.

,,Þjóðbyltingin“: Þarna er alþjóðahyggju, gyðingleika og lýðskrumi vinstristefnu stillt upp gegn aga, reglu, hugrekki og þjóðlegum gildum Vichy-Frakklands.

Hér sjáum við Pétain marskálk, yfirmann Vichy-leppríkis nasista, ávarpa landa sína: ,,Frakkar! Þið hafið hvorki verið seldir, sviknir né yfirgefnir. Komið til mín öruggir.“