Margir lesendur Lemúrsins kannast eflaust við Mozilla Firefox vafrann. Einhverjir kynnu að halda að Firefox-heitið væri bara einhver þvæla, að engin slík skepna væri til. Þeir hefðu hins vegar rangt fyrir sér.

 

Eldrefurinn (火狐 – huǒhú), eða rauða pandan, er smábyggð, rauðbirkin skepna sem býr í skógum Suður-Kína, við rætur Himalaya-fjallana. Hann nærist á bambusi líkt og svarthvíti nafni sinn, en er ekki jafn matvandur — étur egg, fugla, skordýr og jafnvel lítil spendýr ef tækifæri býðst. Aðeins tíu þúsund eldrefir fyrirfinnast í heiminum, og telst stofninn því í hættu.

 

Eldrefur í dýragarðinum í Veróna á Ítalíu

 

Eldrefur nartar í bambus

 

Eldrefur í Gingko-tré

 

Eldrefir eru sérlega góðir að klifra í trjám

 

Eldrefur að hvíla sig á trjágrein

 

Eldrefur á afturfótunum að teygja úr sér

 

Litlir eldrefsungar kúra saman

 

Myndirnar eru af Wikimedia Commons.