Menachem Kipnis

Menachem Kipnis (1878-1942) var allt í öllu í menningarlífi pólskra Gyðinga á fyrri hluta tuttugustu aldar — rithöfundur, blaðamaður, söngvari og fleira. Á millistríðsárunum ferðaðist hann um Gyðingabyggðir í Póllandi og Úkraínu og safnaði jiddískum þjóðsögum og -tónlist — starf sem í dag er ómetanleg heimild. Hann var líka ljósmyndari og tók mikið af mannlífsmyndum á ferðum sínum.

 

Í Bandaríkjunum voru ljósmyndir hans birtar í jiddíska dagblaðinu Forverts. Fyrir lesendur Forverts á sínum tíma, sem margir voru nýfluttir til Bandaríkjanna, voru þetta svipmyndir úr gamla landinu. Í dag eru þær svipmyndir úr horfnum heimi, heimi sem var þurrkaður út einungis örfáum árum síðar.

 

Menachem Kipnis slapp sjálfur naumlega við að verða vitni að því. Hann fékk heilablóðfall og lést í gettóinu í Varsjá árið 1942.

 

Textarnir sem birtast með myndunum hér eru byggðir á myndatextum sem Kipnis skrifaði sjálfur fyrir lesendur Forverts.

 

Stund milli stríða hjá þremur fatasölum í Varsjá. Maðurinn í miðjunni rausar um pólitík við kollega sína tvo, en fær ekki nema hálfa athygli þeirra — þeir eiga við eigin vandamál að stríða. Þeir eru ekki enn búnir að safna nægum peningum til hvíldardagsins.

 

Betlari notfærir sér vinsældir bænasöngvarans Yossele Rozenblatt. Betlarinn sér fyrir sér með því að ýta grammófón í barnavagni um götur Varsjár. Úr grammófóninum streyma tónar Rozenblatts og tónelskir henda peningum út um gluggana niður til betlarans.

 

Vídjó

 

 

Veik börn á heilsuhælinu Madam í Międzeszyn, skammt frá Varsjá.

 

Hasídadrengir í Kraká.

 

Markaður með notuð föt í Varsjá.

 

Einu sinni stóð þessi hörpuleikari og lék á hljóðfærið sitt undir glugga sinnar heittelskuðu. Nú leikur hann fyrir gangandi vegfarendur í Varsjá og þiggur smápeninga fyrir.

 

Almenningsgarður í Varsjá. Þessir gömlu Gyðingar voru svo niðursokknir í dagblaðalestur að þeir tóku varla eftir ljósmyndaranum.

 

Bænasöngvarinn Gershon Sirota, "Enrico Caruso Gyðinganna", í Varsjá.

 

Vídjó

 

Gershon Sirota og eiginkona hans fyrir utan heimili ljósmyndarans.

 

Icchak Heler, fyrrverandi rabbíni í Ódessa. Heler flúði Rússland til Póllands og settist að í heilsulindarborginni Ciechocinek.

 

Dammspil í húsakynnum Listamannasamtaka Gyðinga í Varsjá.

 

Í öðru herbergi í Listamannasamtökunum rýna menn í ný bandarísk leikrit sem birt eru í 'Forverts'.

 

Ungir Bundistar í Varsjá.

 

Ungar stúlkur varalita sig í almenningsgarði í Varsjá.

 

Litli drengurinn er sonur og væntanlegur arftaki rabbínans í bænum Aleksandrow.

 

Gamall maður með barnabarn sitt á leið í heilsulind í bænum Otwock.

 

Í þessu húsi í smábæ í Żytomierz í Úkraínu ólst bænasöngvarinn Mordechai Hershmann, sem svo varð frægur í Bandaríkjunum, upp. Frænka hans er í glugganum.

 

Vídjó

 

Hjón í bænum Równe í Vólyníu njóta vorloftsins á svölunum.

 

Konur segja slúðursögur á götuhorni í Równe.

 

Ekilinn Mojsze Hoc frá Ciechanów er sterkasti Gyðingurinn í Póllandi. Hann er á leiðinni til Varsjár þar sem hann ætlar að brjóta járnkeðjur og leika eftir önnur afreksverk kraftajötunsins Zishe Breitbart.

 

Jokel Manufakturist í bænum Ciechocinek selur lök og teppi úr þessari litlu kerru.

 

Gyðingar af millistætt í heilsulindarbænum Krznica. Að loknu baðinu ræða þeir stjórnmál.

 

Szymon Josef er ekill í bænum Rożyszcze í Volyníu. Hann keyrði helming bæjarbúa á járnbrautarstöðina — og allir fóru til Ameríku. Nú eru fáir viðskiptavinir eftir.

 

Grænmetissalar með vörur sínar í Kazimierz, Gyðingahverfinu í Kraká.

 

Drengir í hebreskuskólanum í Falenica leika sér úti á götu í frímínútum.