Sfinxinn í Giza í Egyptalandi í kringum árið 1878. Þá var þessi mikla fornegypska stytta, sem talin er vera frá valdatíma Khafra faraós (2558-2532 f. Kr.), hulin sandi að miklu leyti. Lokið var við að grafa hann upp árið 1925.

 

Sfinxinn hefur höfuð manns en búk ljóns og er talið að höfuðið sé eftirmynd faraós.

 

Í dag hafa margir fræðimenn áhyggjur af ágangi ferðamanna á þessum víðfræga túristastað, og óska sér þess jafnvel að styttan verði grafin aftur í sand.