Nóbelsskáldið Halldór Laxness er vafalítið einn af frægustu íslensku rithöfundum á erlendri grundu. Samkvæmt vefsíðu Gljúfrasteins hafa verk hans verið þýdd á meira en 40 tungumál og komið út í meira en 500 útgáfum erlendis.
Lemúrinn leit á nokkrar kápur af bókum Laxness á ýmsum tungumálum. Það er forvitnilegt að sjá þessi verk í öðrum búningum en svarthvíta munstrinu sem við þekkjum öll. Hver er ykkar uppáhalds?
Kristnihald undir jökli á japönsku.
Kristnihald undir jökli var fyrst gefið út á ensku undir titlinum „Christianity at glacier“. Síðari útgáfur hafa borið titilinn „Under the glacier“.
Atómstöðin á hebresku.
Salka Valka á grísku.
Íslandsklukkan á grísku.
Íslandsklukkan á ungversku.
Heimsljós á tékknesku.
Tvær tékkneskar Íslandsklukkur.
Laxness á rússnesku. Efri röð frá vinstri: Salka valka, Sjálfstætt fólk, Atómstöðin. Neðri: Ungfrúin góða og húsið, Heimsljós, og Sjálfstætt fólk og Íslandsklukkan saman í einni bók.
Sjálfstætt fólk og Salka Valka á kínversku.
Nýlegur Brekkukotsannáll á portúgölsku.
Sjálfstætt fólk á spænsku, suðuramerísk útgáfa.