Ungverska tónskáldið Franz Liszt. Gaspard-Félix Tournachon tók myndina árið 1886. Árið síðar lést Liszt og Skírnir birti eftirfarandi minningarorð um meistarann:

 

Laugardagsnótt 31. júlí andaðist Franz Liszt , að næstum allra manna dómi líkast til hinn mesti tónlistarmeistari, sem sögur hafa af gerzt.

 

Tólf vetra gamall gisti hann Beethoven, tónaskáldið fræga og ljek svo fyrir honum nótnalaust (á «klaver») hans andríkustu og örðugustu tónaljóð, að hann rak meir enn í furðu, faðmaði hann að sjer og sagði: «þú hefir skilið mig, kenndu nú öðrum, það sem þú hefir numið!»

 

Ferðir hans til stórborga álfu vorrar voru síðar einberar sigurhróssfarir, en hann dvaldi lengst í Weimar og stýrði þar tónlistarsveit í leikhúsi hertogans.

 

Eptir hann liggja, auk ljóðlagasmíðanna, mörg ágætlega samin rit um tónaverk anuara meistara, t. d. Wagners, og sumum þeirra eignað, að mönnum lærðist að meta ágæti þessa skörungs.

 

Liszt er fæddur í Raiding á Ungverjalandi 22. október 1811.

 

Guðræknistilfinningar voru hjá honum mjög ríkar frá öndverðu, og er hann gaf upp stöðu sína í Weimar, hjelt hann til Ítalíu (1861) og tók til guðfræðisiðkana af mesta kappi, og 1865 tók hann vígslu og fjekk ábótanafn.

 

Sagt, að hann eptir það hafi unað lífi sínu betur enn nokkurn tíma fyr, svo ríkulega sem lof og virðingar höfðu komið á hans hluta.

 

(Skírnir 1887).