Körfuboltastjörnunni, doktornum og heiðursmanninum Shaquille O’Neal er ekkert óviðkomandi. Þaðan af síður hið einstaka en viðkvæma dýralíf á eyjunni Madagaskar. Flestar hinna fjölmörgu tegunda lemúra sem aðeins á finna á Madagaskar eru í útrýmingarhættu vegna ólöglegra veiða, hlýnunar jarðarinnar eða annars ofríkis mannanna.
Shaq er að sjálfsögðu miður sín yfir þessu. Til þess að vekja athygli á málstað lemúra heimsótti doktorinn nýlega dýragarð í Miami í Flórída og lét taka af sér þessar myndir með lemúr af tegundinni músalemúr frú Berthe.
Músalemúr frú Berthe er minnsta tegund prímata — þó hann líkist kannski nagdýri er þetta í raun náfrændi okkar. Meðal músalemúr er um 10 sentimetrar á lengd og vegur 30 grömm. Shaquille O’Neal er hinsvegar 2.16 metrar á lengd og vegur 147 kíló.
Nánari umfjöllun Lemúrsins um músalemúr frú Berthe má lesa hér.