„Það þótti sæta tíðindum, er þýski verkfræðingurinn von Opel fór að knýja bifreiðar áfram með flugeldum í stað hreyfils.

 

Með þessu eldsneyti bjóst hann við að geta náð stórum meiri hraða, en nokkum mann hafði dreymt áður.

 

— Tilraunirnar mistókust að vísu, en samt eru þeir ekki af baki dottnir sem álíta, að takast megi að gera flugvjelar, sem knúðar sjeu áfram með flugeldum, og jafnvel láta menn sig dreyma, að hægt verði að komast á aðrar stjörnur í þessum vjelum.

 

Myndin hjer að ofan er tekin af teikningu, sem einn slíkur framtíðarspámaður hefir gert og á að sýna flugeldaknúða flugvjel vera að lenda á tunglinu.

 

Er gert ráð fyrir að þessar flugvjelar fari frá 40 til 100 kilómetra á sekúndu.

 

En þó þessum hraða yrði náð myndi vjelin vera eitt ár á leiðinni til Satúrnusar og til baka aftur.

 

— Að neðanverðu á myndinni er flugvjelin sýnd að innan. D er útblásturspipan, F hitunarklefi og H og O geymifar fyrir vatn og súrefni.“

 

Fálkinn, ágúst 1929.