Mahlzeit verður á persónulegum nótum í tilefni dagsins. Í dag, 8. mars, er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna og því um að gera að gera sér glaðan dag og baka jafnvel snúða.

 

Þessi uppskrift er ættuð úr sænskri sósíaldemókratískri og femíniskri matreiðslubók, en úr henni hafa fjölmargar kræsingar litið dagsins ljós og gert barnaafmæli og fermingar ögn bærilegri fyrir fórnarlömb slíkra athafna – allt frá fyrri hluta 9. áratugar síðustu aldar. Ritari Mahlzeit vill þakka föður sínum fyrir að kunna uppskriftina utan að, og birtir hana eins og hún birtist í tölvuskeyti á dögunum. Vill ritari Mahlzeit enn fremur lýsa yfir velþóknun sinni á orðinu „smidigt“ og sérstaklega útskýringunni á því orði innan sviga.

 

Efst á skjánum má sjá mynd af útkomunni (eða hluta hennar).

 

 

ps. Einn pakki af þurrgeri (12 gr) ætti að nægja fyrir þessa uppskrift.