Vídjó

 

Cumbia er rómönsk-amerísk tónlistarstefna er varð til á Karíbahafsströnd Kólumbíu við tónlistarlegan og menningarlegan samruna indíána og svartra þræla á nýlendutímanum.

 

Cumbia breiddist um alla Suður- og Mið-Ameríku og hefur þróast í ólíkar áttir í ólíkum löndum.

 

Í dag leikur Radíó Lemúr tónlist eftir mexíkósku cumbiuhljómsveitina Los Angeles Azules (Bláu englana), sem var afar vinsæl (og fjölskipuð) á sínum tíma.

 

Bláu englarnir í stuði.

Þetta er sannkölluð föstudagsstemning!

 

Og meira:

 

Vídjó

„Ég þarfnast þín“

 

Vídjó

„Unga konan mín“