Langar þig í útsýnisflug yfir New York, Viktoríufossa eða Grímsvötn, en ert fastur við tölvuna? AirPano.com er skemmtileg síða þar sem hægt er að fara í „sýndar-útsýnisflug“ yfir margar helstu stórborgir og náttúruundur jarðarinnar. Risastórar 360-gráðu panórama-myndir teknar úr lofti, sem hægt er að fljúga um á tölvuskjánum.
Að AirPano.com stendur hópur rússneskra ofuráhugamanna um panóramaljósmyndun. Markmið þeirra er að taka slíkar myndir af öllum áhugaverðustu stöðum á jörðinni. Þeir hafa þegar lokið við einar 80 myndir, þar á meðal þónokkrar frá Íslandi. Allar myndirnar má skoða hérna, en Lemúrinn tók líka saman linka á nokkrar áhugaverðar hér að neðan. Góða ferð!
Kreml og Rauða torgið í Moskvu að næturlagi
Pýramídarnir miklu í Giza, og Kaíró í bakgrunni
Skoðið einnig 360-gráðu panóramamynd af Sixtínsku kapellunni í Róm.