Þetta er Malé, höfuðborg Maldívueyja. Maldívueyjar eru eyjaklasi í Indlandshafi, suðvestur af Indlandi. Eyjarnar hafa af og til ratað í fréttir undanfarið vegna ógnarinnar sem eyjarskeggjum stafar af hækkandi sjávarmáli — eyjarnar eru aðeins 1,5 metra yfir sjávarmáli að meðaltali og gætu sokkið í sæ á næstu öld.

 

Íbúar Maldívueyja eru jafnmargir og á Íslandi, um 320.000 manns. Þeir dreifa sér á tvö hundruð eyjar. Eyjan sem höfuðborgin er aðeins 5 ferkílómetrar að stærð (svipað og tvö Seltjarnarnes) en þar býr rúmur þriðjungur íbúanna, 110.000 manns. Eins og sjá má er borgin ansi þéttsetin.

 

 

 

 

Myndir: Wikimedia Commons, Amd Creation, Commonwealth SecreteriatWarren Rohner