Vídjó

Það er alltaf gaman að hlusta á röflið í öldruðum skörfum þegar þeir rifja upp gamlar slarksögur. Bandaríski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Hunter S. Thompson ræddi við Keith Richards, gítarleikara Rolling Stones, í skemmtilegu viðtali í sjónvarpsþætti árið 1993.  Ýmislegt bar á góma, til dæmis himnaríki og J. Edgar Hoover, stofnandi FBI.

 

„Hvar varst þú á aðfangadagskvöld 1962?“ „En hvar varst þú á aðfangadagskvöld 1966?“ „Hvar varstu 1969?“ spyr Hunter.