Hópur manna í Bandaríkjunum starfar við kaup og sölu á úreltum eldflaugabyrgjum Bandaríkjahers, sem í kalda stríðinu voru notuð fyrir kjarnorkusprengjur.
Í stuttri heimildarmynd frá tímaritinu The Verge sem ber nafnið „The Condo at the End of the World“ kynnumst við þessum mönnum og skyggnumst inn í byrgin. Þeir telja skynsamlegt fyrir nútímamenn að búa í neðanjarðarbyrgjum þar sem framtíðarhorfurnar séu alls ekki góðar til dæmis vegna hlýnunar jarðar og vaxandi andstöðu gegn fjármálageiranum og stjórnmálunum. Þeir eru líka hræddir við það sem gæti leynst í hinum ógnarstóra geimi og jafnvel svínaflensuna.
Kjarnorkubyrgin eru ein sterkbyggðustu mannvirki sem um getur og þola víst kjarnorkuárásir. Mörg þeirra eru ekki lengur í notkun vegna tækniþróunar og breyttra áherslna Bandaríkjastjórnar í varnarmálum.
Edward Peden hefur búið áratugum saman neðanjarðar og segir frá reynslu sinni. Fasteignasalinn Larry Hall byggir lúxusíbúðir í stóru byrgi á mörgum hæðum neðanjarðar. Hægt er að festa kaup á slíkri íbúð á síðunni Survivalcondo.com.
„Framtíðin er hræðileg, þú verður að kaupa þér byrgi“
Larry Hall og félagar hjá því fyrirtæki virðast vera gríðarlega svartsýnt fólk og birtir miklar heimsendaspár á ofangreindri síðu, líklega til að hræða fólk til þess að kaupa sér pláss undirniðri: