„Ef tennurnar vantar gljáa.

 

Gerið þá þetta:

 

REYNIÐ þessa athugaverðu nýju aðferð eftir fyrirmælum helztu sérfræðinga. Hið ljúfasta bros verður ljótt, ef tennurnar eru dökkar. Nú gera vísindi vorra tíma blakkar tennur blikandi hvítar á ný.

 

Það hefur sýnt sig, að blakkar tennur eru blátt áfram því að kenna, að á tönnunum myndast húð. Rennið tungunni um tennurnar og þér finnið þessa húð nú; það er eins konar hál himna.

 

Hún hefur í för með sér skemdir í tönnum, kvilla í tannholdi og pyorrhea, sökum þess að sóttkveikjur þrífast í skjóli hennar.

 

Nú hefur fundizt vísindaleg aðferð til þess að berjast gegn henni, nýtt tannpasta, sem nefnist Pepsodent.

 

Reynið það. Sendið miðann í dag og þér munuð fá ókeypis sýnishorn til 10 daga.“ -Fálkinn, mars 1928.

 

Pepsodent