Vídjó

Þýski stórleikarinn Klaus Kinski lék í bandarísku hryllingsmyndinni Crawlspace árið 1986. Í þessari hrollvekju leikur hann Dr. Karl Günther sem er sonur stríðsglæpamanns úr röðum nasista. Karl býr í Bandaríkjunum og starfar þar við fasteignabrask. Myndin hét Leigjendurnir þegar hún var sýnd í íslensku sjónvarpi upp úr 1990.

 

„Karl Günther kemur leigjendum sínum fyrir sjónir eins og indæll og hjálpsamur náungi. Leigjendurnir eru ungar og myndarlegar stúlkur sem eru ánægðar með hreinlætið og viðhaldið á húsinu. Það eina sem angrar þær er undarlegt hljóð sem heyrist í tíma og ótíma en Günther hefur skýringar á reiðum höndum. En Günther á sér ógnvekjandi fortíð og þegar skuggar hennar teygja sig til leigjendanna tekur hann til sinna ráða. Spennandi sálfræðiþriller. Stranglega bönnuð börnum,“ stendur á dagskrársíðu DV árið 1991 en myndin var sýnd klukkan hálf eitt aðfaranótt sunnudagsins 1. júní það ár.

 

Sjúki nasistadrengurinn Dr. Karl Günther í þungum þönkum:

Vídjó