Ljósmyndarinn Donald Powers fer til Maine-fylkis í Bandaríkjunum sem er snævi þakið. Hann tekur nokkrar magnaðar ljósmyndir. Sú athyglisverðasta sýnir auðan bóndabæ með ægilegum bakgrunni.

 

Þegar glæsileg kona gengur skyndilega út úr húsinu reynir Powers að fá hana til að stilla sér upp. Hann vill taka af henni myndir fyrir framan þennan drungalega bæ. Hún vill það ekki og hleypur í skóginn. Ljósmyndarinn eltir hana og ætlar að neyða hana til að snúa við. Þau slást um stund þangað til hann kyrkir konuna óvart.

 

Þegar Powers framkallar myndina af sveitabænum sér hann að það er eitthvað bogið við hana. Í hvert skipti sem hann horfir á myndina færist konan nær og nær myndavélinni.

 

13 Demon Street voru sænskir hryllingsþættir sem framleiddir voru fyrir Bandaríkjamarkað á árunum 1959-60.