Jackie Fisher, yfirmaður breska sjóhersins 1904-1910 og svo 1914-15, sagði eitt sinn að mikilvægustu lyklar að breska heimsveldinu, og efnahag gjörvalls heimsins í raun, væru siglingaleiðirnar fimm um Gíbraltar, Alexandríu og Súez-skurðinn, Singapúr, Góðrarvonarhöfða, og Doversund (þar sem styst er á milli Englands og Frakklands). Fisher hafði rétt fyrir sér. Allt frá lokum 19. aldarinnar hafði Bretland verið öflugasta herveldi í heiminum. Yfirburðir Bretanna fólust öflugum sjóher. Sjóherinn vaktaði og varði verslunarleiðir til nýlendna þeirra og til annarra markaða.
Heimsvaldastefna stórveldanna var í hámarki um þetta leyti, þau skiptu Afríku upp á milli sín á Berlínar-ráðstefnunni árið 1884. Árið 1890 gaf bandaríski aðmírállinn Alfred Mahan út bókina The Influence of Sea Power Upon History: 1660–1783. Í henni fjallaði hann um mikilvægi sterks sjóhers til þess að heimsveldi gæti stjórnað nýlendum sínum með styrkri hendi. Vangaveltur Mahans höfðu nokkur áhrif á leiðtoga Vesturlanda.
Herskip voru kröftugustu vopn 19. aldarinnar. Stríð Rússa og Japana árið 1904-5 var háð vegna nauðsynar Rússa á hafnaraðstöðu við Kyrrahafið allt árið (Vladivostok fraus yfir veturinn) svo og – í stærra samhengi – vegna baráttu við Japani um áhrifasvæði í Kóreu og Mansjúríu. Sigur Japana á Rússum kom verulega á óvart en hann var einna helst eignaður nútímalegum sjóher Japana (sem Bretar höfðu þjálfað). Þetta var í fyrsta sinn sem Evrópuland laut í lægra hald fyrir asísku ríki.
Óragur meiri
Bretland var öflugasta heimsveldið bæði í hernaðarlegum og efnahagslegum skilningi um þetta leyti og var raunar í ákaflega svipaðri stöðu og Bandaríkin eru í dag. Vilhjálmur II Þýskalandskeisari og Alfred von Tirpitz, yfirmaður þýska sjóhersins, voru mjög áfram um að bæta stöðu Þjóðverja á úthöfunum. Þá hófst sjóvopnakapphlaup á milli Breta og Þjóðverja (og fleiri stórveldi bættust við). Árið 1909 þegar kapphlaupið stóð hvað hæst krafðist breskur almenningur fleiri herskipa undir slagorðinu „We want eight and we won’t wait“. Churchill á að hafa sagt um þetta leyti: „The Admiralty had demanded six ships; the economists offered four; and we finally compromised on eight.“
Íslenskir fjölmiðlar fjölluðu um þetta mál málanna, t.d. í ofangreindri grein í Vísi árið 1911 og fundu prýðisgóða þýðingu á enska heitinu Dreadnought, sem var nýjasta tegund herskipa, Óragur. Eftir fyrri heimsstyrjöld, nánar tiltekið árið 1922, var vopnasáttmáli undirritaður í Washington og kapphlaup stórveldanna um byggingu stórra herskipa skrapp saman (þetta sést mjög vel á þessu grafi).
Þjóðverjar gáfust fljótlega upp á að keppa við Breta og einbeittu sér þess í stað að smíði kafbáta. Í orrustu hafa kafbátar þann kost að geta vegið úr launsátri en þeir geta aðeins verið neðansjávar tímabundið og vopnabúnaður þeirra er verri en vopnabúnaður orrustuskipa, sem eru búin fjölda fallbyssna. Kafbátar gátu aðeins skotið nokkrum tundurskeytum í einni atrennu og þurftu að reiða sig á getu sína til þess að ráðast að skotmarki sínu óviðbúnu.
Í fyrri heimsstyrjöldinni beindu Þjóðverjar kafbátum sínum gegn veikasta hlekki Breta á úthöfunum sem voru skip sem fluttu vistir frá Bandaríkjunum. Þetta er sérlega umdeilt form hernaðar því birgðaflutningarnir voru framkvæmdir af venjulegum flutningaskipum en ekki herskipum og voru því mannaðir almennum borgurum. Þjóðverjar nefna þetta Handelskrieg eða viðskiptastríð.
Aboukir, Hogue og Cressy
Í september 1914, stuttu eftir byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar, voru þrjú skip af Cressy-tegund; Aboukir, Hogue og Cressy, sem öll voru smíðuð í kringum aldamótin 1900, látin vakta svæði í Norðursjónum undan ströndum Hollands. Hlutverk þeirra var að vera öflugri skipum, tundurspillum til halds og trausts við að halda Þýskalandi í herkví. Skipin máttu öll muna sinn fífil fegurri og voru núorðið aðeins varaskeifur og æfingaskip fyrir nýliða.
Að morgni hins 22. septembers 1914 kom Otto Weddigen, kafbátaforningi U-9 auga á Aboukir, Hogue og Cressy siglandi í beinni línu á svæði sem var þekkt sem Breiðu fjórtánarnar, vegna þess hversu grunnt var þar, aðeins um 14 faðmar (um 26 m). Þá hófst ótrúleg atburðarrás sem á sér engan líka í mannkynssögunni.
Klukkan um það bil 6:20 skaut Weddigen tundurskeyti sem hæfði Aboukir. Skipstjóri Aboukirs átti sér einskis ills von, taldi að skipið hefði siglt á tundurdufl og fyrirskipaði björgunaraðgerðir. Wenman Wykeham-Musgrave, nefndur Kit, fimmtán ára sjómaður um borð í Aboukir stökk frá borði og tókst að synda til Hogue sem var næsta skip. Á þessum tímapunkti grunaði engann að kafbátur hefði ráðist á skipið.
Hogue reyndi að nálgast Aboukir og áhafnir beggja skipanna lögðu út björgunarbáta og vörpuðu frá borði hverju því sem gat flotið. Skipstjóri Hogue áttaði sig líklega um þetta leyti á því að kafbátur væri að ráðast á skipin og sendi boð til Cressy um að hafa varann á. Rétt fyrir klukkan sjö hvolfdi Aboukir og sökk skömmu seinna.
U-9 skaut tveimur tundurskeytum á Hogue um sama leyti og Kit klifraði um borð. Um leið og tundurskeytin yfirgáfu kafbátinn reis stefni hans nægilega mikið til þess að menn um borð í Hogue gátu komið auga á kafbátinn. Hogue hóf skothríð á kafbátinn sem kafaði niður til þess að forðast skothríðina. Bæði tundurskeytin hæfðu Hogue sem sökk í kringum 7:15.
Í annað sinn komst Kit frá borði. Nú synti hann í áttina að eina skipinu sem enn var á floti, Cressy. Skipstjóri Cressy hafði hafið skothríð á U9 og reynt að sigla á kafbátinn en sneri aftur að því að bjarga eftirlifendum sem flutu í sjónum. U9 skaut tundurskeytum sem hæfðu Cressy og rétt fyrir klukkan 8 um morguninn sökk Cressy.
Um hálftíma seinna bar að hollenska togara sem höfðu haldið sér til hlés, af ótta við sömu örlög, og björguðu þeir 837 mönnum þeirra á meðal Kit Wykeham-Musgrave, en 1.459 manns fóru niður með bátunum. Kit Wykeham-Musgrave er, og verður að öllum líkindum eini maðurinn sem lifað hefur að vera sökkt á skipi vegna tundurskeytaárásar kafbáts þrisvar sinnum sama daginn.
Samferðamaður Kit Wykeham-Musgraves, annar 15 ára strákur, Duncan Stubbs, hafði komist af Aboukir þegar hún fór að sökkva og yfir í Cressy. Þegar Cressy sökk reyndi hann að hjálpa manni að halda sér á floti en var dreginn ofan í dýpið af honum. Dagbók föður hans, majors sem var staðsettur í Newcastle, hefur varðveist og segir í færslunni fyrir 22. september 1914:
I had been out with the Battery on the moor, and I wrote several postcards, one to my mother another to Lucas I remember, in both of which I told how our little Duncan had been getting on. Madge, Hugh, Peggy, Katharine came on to the moor while we were drilling, it was a lovely day and we were all so jolly and happy, little did we think that our dear Duncan had that morning given his life for his country when the Aboukir, Cressy and Hogue were torpedoed in the North Sea off Holland.
I went down to 84 St Georges Square about 5pm to take Madge and Katharine out for a walk, as I entered the gate Mr Bell, the owner of the house, had a newspaper in his hand which he shewed to Mrs Grieg, he was very white and looked much distressed when he saw me. I guessed in a moment, he asked me to go into the house and then asked the name of the ship our boy was on. I told him. He shewed me the paper in which the stop press news stated in a couple of lines that the Aboukir had been struck by a torpedo. Nothing further. I wired the Admiralty for news and he very kindly took the telegram. I then went out having left Madge writing a letter without telling her until I could get more certain news.
I met Grieg and we got another paper which published an official report that the three vessels had been struck and that a considerable number had been saved and lists would be published as soon as possible. We arranged not to tell Madge anything about it for the moment and to keep newspapers from her. I returned to camp and waited for news. While in the Mess tent Mr Bell came to say that Madge had received a telegram from Averil asking whether we had news and consequently she knew that the Aboukir was lost. I immediately returned to St Georges Terrace to be with her.
I wired Mrs Wilson the mother of one of the other boys asking if she had news and stayed that night at St Georges Terrace. Neither of us slept and the suspense was too terrible, Mrs Wilson wired about 1.30 am to say she had no news yet.
Heimildir
- Enska Wikipedia. Naval warfare of World War 1.
- Enska Wikipedia. Anglo-German naval arms race.
- BBC. How the Dreadnought sparked the 20th Century’s first arms race.
- Einkaskjöl W H Wykeham-Musgrave varðveitt hjá Imperial War Museum.
- Kapitänleutnant Otto Weddigen. 1882-1915. – H.M.S. Aboukir. H.M.S. Hogue. H.M.S. Cressy.
- Midshipman ‘Kit’ Wykeham-Musgrave – Teenage British sailor sunk 3 times in 1 day in September 1914
- The loss of HMS Aboukir, Hogue & Cressy