„Við útgöngudyrnar stóðu nokkrir foreldrar að sækja börn sín og margir ansi þungbrýndir, enda komu flestir skjögrandi og ringlaðir út, en hjá velflestum var það bara af gleðivímu og allir úrvinda eftir magnaða tónleika, eða eins og ung stúlka sagði dösuð við vinkonu sína í tröppunum á leið út: „Ýkt stuð“.“

 

Svona lýsti Árni Matthíasson, rokkblaðamaður á Morgunblaðinu, því þegar íslensk ungmenni streymdu út úr íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnarfirði eftir tónleika bandarísku rokksveitarinnar Rage Against the Machine í júní 1993.
Hér má sjá þessa tónleika í heild sinni:

 

Vídjó

 

Varst þú á staðnum? Hvernig var?