Bandaríski útvarpsmaðurinn Dan Carlin heldur úti stórskemmtilegum hlaðvarpsþáttum á netinu sem heita Hardcore History. Þar fjallar hann í löngu en óformlegu máli um alls kyns söguleg málefni.
Nýlegir þættir Carlins heita Wrath of the Khans, en þeir segja frá stórkostlegri grimmd og herkænsku Mongólanna á 13. öld. Undir forystu Djengis Khan og afkomenda hans náði þessi herskái en lítt þekkti hirðingjaþjóðflokkur að leggja undir sig Kína og hér um bil alla Mið-Asíu á innan við hundrað árum. Leifturherferðir frá Kyrrahafi til Rússlands urðu tugum milljóna að bana og lögðu ótal fornar borgir í rúst.
Þessir fróðlegu og skemmtilegu þættir eru aðgengilegir á vefsíðu Carlins og eru fimm talsins. Hver þáttur er einn og hálfur tími á lengd.
1. þáttur
2. þáttur
3. þáttur
4. þáttur
5. þáttur