Kreppan mikla hófst með algeru verðhruni í kauphöllinni í New York í lok október árið 1929 og fór svo eins og fellibylur um landið og svo um allan heim.
Í Bandaríkjunum lamaðist iðnaðarstarfsemi. Milljónir manna misstu vinnuna og höfðu lítið sem ekkert á milli handanna.
Kreppan hafði áhrif langt fram á fjórða áratuginn. Á meðan jafnvægi fór að komast á í borgum var enn mikil fátækt í innsveitum og smábæjum.