Skemmtileg mynd frá Arnarhóli sýnir hina víðfrægu Baldur og Konna fyrir framan múg og margmenni árið 1953. (Þjóðminjasafn Íslands/via Dr. Gunni)
Baldur og Konni voru gríðarlega vinsælir frá um 1945 til 1964. Baldur Georgs Takács þýðandi, kennari, töframaður og búktalari lék með leikbrúðunni Konna með mikilli list.
Wikipedia: „Þeir skemmtu víða við góðar undirtektir, meðal annars í Tívolíinu í Vatnsmýrinni á árunum 1947-1960, á miðnæturskemmtunum Hljómplötunýjunga í Austurbæjarbíói, í Tívolí í Kaupmannahöfn og á Dyrehavsbakken. Einnig skemmtu þeir í sjónvarpi á upphafsárum þess og birtust eftirminnilega eftir langt hlé í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þeir félagar komu við sögu á fimm hljómplötum. Konni er varðveittur á Þjóðminjasafninu.“
Konni rokkar!
Hér er bráðskemmtilegt lag með Konna og Alfreð Clausen frá 1957.
Aukaefni: Hér er Komdu niður með Soffíu og Önnu Siggu. En þetta víðfræga lag kom út á plötu ásamt lögum með Konna og Alfreð Clausen sem Lemúrinn hefur því miður ekki undir höndum.