Skemmtileg mynd frá Arnarhóli sýnir hina víðfrægu Baldur og Konna fyrir framan múg og margmenni árið 1953. (Þjóðminjasafn Íslands/via Dr. Gunni)

 

Baldur og Konni voru gríðarlega vinsælir frá um 1945 til 1964. Baldur Georgs Takács þýðandi, kennari, töframaður og búktalari lék með leikbrúðunni Konna með mikilli list.

 

Wikipedia: „Þeir skemmtu víða við góðar undirtektir, meðal annars í Tívolíinu í Vatnsmýrinni á árunum 1947-1960, á miðnæturskemmtunum Hljómplötunýjunga í Austurbæjarbíói, í Tívolí í Kaupmannahöfn og á Dyrehavsbakken. Einnig skemmtu þeir í sjónvarpi á upphafsárum þess og birtust eftirminnilega eftir langt hlé í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þeir félagar komu við sögu á fimm hljómplötum. Konni er varðveittur á Þjóðminjasafninu.“

 

Baldur og Konni í revíunni „Vertu bara kátur“ árið 1947. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

Baldur og Konni í revíunni „Vertu bara kátur“ árið 1947. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

 

446288

Konni á Þjóðminjasafninu. (Þjóðminjasafn Íslands)

 

434244

„Brúðan er upphaflega gerð í Bretlandi árið 1946. Skipt hefur verið um höfuð, en nýja höfuðið er þó eins og hið upphaflega. Konni er í jakkafötum úr brúnu gallabuxnaefni, ljósbrúnni baðmullarskyrtu og með ljósbrúna slaufu úr baðmull. Marglit húfa fylgir með, en áður var Konni í stórum jakka og buxum. Honum fylgir gömul ferðataska, sem hann var geymdur og fluttur í.“ (Þjóðminjasafn Íslands)

 

Konni rokkar! 

 

Konni og Alfreð í Austurbæjarbíói. (Wikimedia Commons)

Konni og Alfreð í Austurbæjarbíói. (Wikimedia Commons)

 

Hér er bráðskemmtilegt lag með Konna og Alfreð Clausen frá 1957.

 

Vídjó

 

HSH45-1004-A

Konni og Alfreð.

 

Konni_og_Skapti_-_Í_sveitinni_-_A-hlið_-_umslag_-100p

Plötuumslag með Konna sem var afkastamikill söngvari. (Wikimedia Commons)

 

Aukaefni: Hér er Komdu niður með Soffíu og Önnu Siggu. En þetta víðfræga lag kom út á plötu ásamt lögum með Konna og Alfreð Clausen sem Lemúrinn hefur því miður ekki undir höndum.

 

Vídjó