Skemmtileg mynd frá Arnarhóli sýnir hina víðfrægu Baldur og Konna fyrir framan múg og margmenni árið 1953. (Þjóðminjasafn Íslands/via Dr. Gunni)
Baldur og Konni voru gríðarlega vinsælir frá um 1945 til 1964. Baldur Georgs Takács þýðandi, kennari, töframaður og búktalari lék með leikbrúðunni Konna með mikilli list.
Wikipedia: „Þeir skemmtu víða við góðar undirtektir, meðal annars í Tívolíinu í Vatnsmýrinni á árunum 1947-1960, á miðnæturskemmtunum Hljómplötunýjunga í Austurbæjarbíói, í Tívolí í Kaupmannahöfn og á Dyrehavsbakken. Einnig skemmtu þeir í sjónvarpi á upphafsárum þess og birtust eftirminnilega eftir langt hlé í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þeir félagar komu við sögu á fimm hljómplötum. Konni er varðveittur á Þjóðminjasafninu.“

„Brúðan er upphaflega gerð í Bretlandi árið 1946. Skipt hefur verið um höfuð, en nýja höfuðið er þó eins og hið upphaflega. Konni er í jakkafötum úr brúnu gallabuxnaefni, ljósbrúnni baðmullarskyrtu og með ljósbrúna slaufu úr baðmull. Marglit húfa fylgir með, en áður var Konni í stórum jakka og buxum. Honum fylgir gömul ferðataska, sem hann var geymdur og fluttur í.“ (Þjóðminjasafn Íslands)
Konni rokkar!
Hér er bráðskemmtilegt lag með Konna og Alfreð Clausen frá 1957.
Aukaefni: Hér er Komdu niður með Soffíu og Önnu Siggu. En þetta víðfræga lag kom út á plötu ásamt lögum með Konna og Alfreð Clausen sem Lemúrinn hefur því miður ekki undir höndum.