Hér sést auðkýfingurinn og viðskiptamógúllinn John D. Rockefeller, ásamt syni sínum John D. Rockefeller yngri, árið 1915.

 

Rockefeller stofnaði olíufyrirtækið Standard Oil og gerði það á tuttugu árum að stærsta fyrirtæki bandaríkjanna. Hann varð í kjölfarið fyrsti bandaríski milljarðamæringurinn og ríkasti maður veraldar —  ríkasti maður allra tíma, ef andvirði eigna hans er framreiknað yfir í núverandi gengi dollarans.

 

Lemúrinn vekur athygli á heimildarmyndinni The Prize, sem greinir meðal annars frá viðskiptaævintýrum Rockefellers og heljargripi hans á bandaríska olíumarkaðinum.