Heinrich Himmler heimsækir fangabúðir nasista ásamt tólf ára dóttur sinni Guðrúnu. Árið er 1941 eða 1942. Í bakgrunni sjást SS-mennirnir Reinhard Heydrich og Karl Wolff.

 

Gudrun Burwitz, dóttir Himmlers

Gudrun Burwitz, dóttir Himmlers, áttræð.

Himmler var yfir­maður þýsku lög­regl­unnar, SS-​​sveitanna og Gestapó leyni­þjón­ust­unnar á tímum Þriðja ríkisins.  Hann var einn af for­sprökkum „end­an­legu lausn­ar­innar“ og spil­aði lyk­il­hlut­verk í kerf­is­bund­inni tor­tím­ingu millj­óna gyð­inga, Róma-fólks, Pólverja, Rússa og ann­ara hópa á tímum síð­ari heimsstyrjaldar.

 

Í lok stríðsins voru Guðrún og móðir hennar handteknar af bandamönnum og látnar bera vitni við Núremberg-réttarhöldin. Mæðgunum var svo sleppt árið 1946.  Guðrún er enn á lífi í dag og er sannfærð um að sjálfsmorð föður síns hafi verið sviðsett — hann hafi í raun verið myrtur af bandamönnum.