Jólaköttur Lemúrsins í ár er Bubba litla (e. Lil’ Bub), læða frá Indiana-fylki í Bandaríkjunum.

 

Bubba er sérstakur köttur. Hún kom í heiminn með alvarlegan fæðingargalla sem heftir vöxt hennar. Fyrir vikið er hún á stærð við kettling, dvergvaxin. Hún á dálítið erfitt um gang því útlimir hennar eru mun styttri en hjá öðrum köttum. Neðri kjálki hennar er styttri en sá efri og því hangir tungan út úr munninum í tíma og ótíma.

 

Bubba er að öðru leyti heilbrigð og lifir góðu lífi hjá kærleiksríkum eiganda sínum vestanhafs. Á seinni árum hefur hún fengið heimasíðu og safnað 60 þúsund Bandaríkjadölum til aðstoðar dýrum í neyð.

 

Hér kemur jólamyndband hennar Bubbu, klukkustund þar sem hún kúrir við arininn.

 

Vídjó