Þó stórlega hafi dregið úr því að fjallgöngumenn láti lífið á Everest-fjalli er það enn hættulegur staður. Vegna aðstæðna er erfitt að koma líkum látinna niður af fjallinu og því liggja þeir í opinni gröf í hlíðunum árum saman. Líkin eru ekki það eina sem eftir hefur orðið á fjallinu því rusl og drasl eftir fjallgöngumenn liggur eins og hráviði um allt. Við vörum við myndum sem birtast í greininni.

 

Í ár eru 60 ár liðin síðan menn klifu fyrst tind Everest-fjalls. Þann 24. maí 1953, kl. 11:30 að staðartíma, komust þeir félagar Edmund Hillary og Tenzing Norgay á toppinn. Við það tækifæri var þessi mynd tekin.

 

303_200

Tenzing Norgay á toppi Everest. Norgay og Hillary eyddu um 15 mínútum á toppnum en sagan segir að þar sem Norgay hafði aldrei notað myndavél áður sé aðeins til mynd af honum en engin af félaga hans. Norgay sagði þó sjálfur í ævisögu sinni að hann hefði boðist til að taka mynd af Hillary en hann hefði einfaldlega hrist hausinn og afþakkað.

 

Hillary og Norgay náðu afrekinu fyrstir allra svo vitað sé og staðfest, þó svo að getgátur séu um að Bretarnir George Mallory og Andrew Irvine hafi komist á toppinn 24 árum fyrr, eða 1929. Létust þeir báðir á fjallinu og hafa líkamsleifar Irvine aldrei fundist en árið 1999 fannst lík Mallory í leiðangri sem var sérstaklega gerður út til að leita þeirra.

 

x0s2XA4

Líkið af Mallory var í merkilega heillegu ásigkomulagi þegar það fannst þrátt fyrir að hafa verið 75 ár úti í náttúrunni. Það á sér þó eðlilegar skýringar þar sem kuldinn á fjallinu varðveitir líkamsleifar ótrúlega vel. Fjallið virkar raun eins og risastórt náttúrulegt líkhús.

 

Þegar Hillary og Norgay klifu Everest fyrir 60 árum voru þeir sannkallaðir frumkvöðlar. Ófáir höfðu reynt við fjallið en enginn komist alla leið og í það minnsta 13 manns höfðu týnt lífinu þegar þeir reyndu að sigrast á því. Fyrstu árin eftir að þeir komust á toppinn fjölgaði hægt í hópi þeirra sem náði á tindinn.

 

Það var ekki á færi hvers sem er að reyna, og þeir sem reyndu voru jafnvel illa útbúnir og þó þeir væru við öllu búnir eru veður afar válynd eftir því sem ofar dregur á Everest. Því var það þannig að allt fram til ársins 1990 höfðu 37% þeirra sem reyndu við toppinn týnt lífinu (284 náðu á toppinn, 106 dóu). Síðustu ár hefur tölfræðin hrapað nokkuð hratt og örugglega, og nú eru mun minni líkur á að deyja við tilraun til að komast á Everest, eða um 5%.

 

Vídjó

Hér sjáum við stiklu úr myndinni Dying for Everest.

 

En þegar rýnt er í tölurnar sést þó að enn deyja fjölmargir sem reyna að komast á toppinn. Árið 2012 létust tíu manns og það sem af er 2013 hafa 9 látist. Það sem hefur breyst er fjöldinn sem reynir að komast á toppinn. Hér áður fyrr voru það helst lið styrkt af ríkisstjórnum sínum og einstaka auðkýfingar sem reyndu að komast upp.

 

Nú getur næstum hver sem er látið drauminn rætast og sigrað Everest. Nú fá menn líka hárnákvæmar veðurspár sendar um gervihnött og bíða í búðum á fjallinu dögum saman og sæta lagi þegar vel viðrar. Þó svo að þessar spár séu mjög nákvæmar er það í raun bara tímaspursmál hvenær stórslys verður á fjallinu þegar umferðateppur myndast á dauðasvæðinu svokallaða og óveður skellur á með stuttum fyrirvara.

 

Vídjó

Umferðarteppa á Everest.

 

Súrefnið er takmarkað og orkan í líkamanum er nýtt til hins ýtrasta til að knýja hann áfram. Að reyna að bera fullvaxinn mann niður við þessar aðstæður er svo gott sem ómögulegt. Það er því ekki mannvonska sem ræður því að líkin hrannast upp á fjallinu. Það er einfaldlega nánast það eina í stöðunni.

 

Þetta lík er kallað „Green Boots“ vegna fjallgönguskóna sem stingast upp úr snjónum. Það er af Indverja sem lést árið 1996. Það liggur nálægt helli þar sem allir Everestfarar þurfa að ganga framhjá á leiðinni á tindinn. Líkið er því notað sem varða á leiðinni upp. Green Boots varð viðskila við félaga sína á göngunni og leitaði skjóls í litlum helli.

Þetta lík er kallað „Green Boots“ vegna fjallgönguskóna sem stingast upp úr snjónum. Það er af Indverja sem lést árið 1996. Það liggur nálægt helli þar sem allir Everestfarar þurfa að ganga framhjá á leiðinni á tindinn. Líkið er því notað sem varða á leiðinni upp. Green Boots varð viðskila við félaga sína á göngunni og leitaði skjóls í litlum helli.

 

 

Þeir sem láta lífið á Everest eiga fæstir afturkvæmt. Sumir hrapa fyrir björg eða lenda í snjóflóðum og sjást aldrei framar, meðan lífið fjarar hægar út hjá öðrum. Menn örmagnast í snjónum rétt við toppinn, bugaðir af súrefnisleysi og frjósa í sporunum. Þegar hæðin yfir sjávarmáli er komin yfir 8 kílómetra margfaldast öll áreynsla.

 

 

HzXEtF9

Líkin sýna síðustu stellingu hins látna, þó að mörg ár séu liðin frá því að hann lést.

 

m78hWvt

Líkið af David Sharp í hellinum þar sem hann ákvað að setjast niður árið 2005 og leita skjóls. En hann fraus við vegginn og gat sig ekki hreyft. Á meðan hann sat og fraus smám saman í hel gengu um 30 manns framhjá honum og sumir reyndu að tala við hann. Loks náðu hraustir menn að færa hann þannig að sólargeislar skinu á hann. Það nægði þó ekki til að losa hann úr prísundinni.

 

Jg3uDk8

Þessi er talinn hafa hallað sér upp að snjóskafli sem síðan hefur bráðnað. Þess vegna er líkið í þessari einkennilegu stellingu.

 

Hinum sívaxandi fjölda fjallgöngumanna á Everest fylgir nýtt og nokkuð sérstakt vandamál. Rusl og annar úrgangur er orðið að risavöxnu vandamáli í hlíðum Everest. Eftir því sem fjallgöngumönnum fjölgar eykst ruslið samhliða því fæstir bera ruslið aftur niður þegar það hefur þjónað hlutverki sínu. Súrefniskútar liggja eins og hráviði í búðum fjallsins og gömul tjöld og annað drasl sem þjónar engum tilgangi lengur er á víð og dreif. Það sem er þó sennilega bæði viðbjóðslegast og hættulegast ferðalöngum er allur úrgangurinn sem safnast hefur upp síðustu 60 árin. Saur hefur safnast upp og sumsstaðar „lekur“ úr jöklinum eitraður úrgangur.

 

Það er þó ekki öll nótt úti enn. Sum leiðsögufyrirtækin sem starfa á fjallinu hafa tekið upp hjá sjálfum sér mjög strangar reglur þar sem allt sem fer upp kemur niður aftur, ekkert er skilið eftir. Þá hefur verið gert átak í salernismálum og nú ganga flestir örna sinna í tunnur sem eru síðan fjarlægðar aftur úr fjallinu. Árið 2011 var átta tonnum af rusli safnað saman í hlíðunum en betur má ef duga skal því áætlað er að enn séu um 10 tonn af rusli í fjallinu.

 

Þess má svo geta að lokum að Everest er langt frá því að vera hættulegasti fjallstindur veraldar. Það er aðeins í 7. sæti. Á toppnum trónir Annapurna í Nepal, en um 40% þeirra sem reynt hafa við toppinn hafa týnt lífinu, gjarnan í snjóflóðum.

 

Fleiri myndir frá Everest:

 

zFN1mps

 

3YNDD7W

 

srdmExy

 

NDlk548

 

YilHX9H