Lemúrinn hefur áður fjallað um hnignun Detroit-borgar. Í Detroit á sér stað einstök þróun á vesturhveli jarðar þar sem við getum fylgst með iðnvæddri kapítalískri borg liðast hægt en örugglega í sundur eftir mikla útþenslu á sínum tíma. Fólkinu fækkar hratt en innviðir borgarinnar standa eftir, yfirgefnir og grotnandi.

 

Á dögunum barst Lemúrnum ábending frá lesanda um síðuna Detroit Urbex sem fjallar um þessa þróun í máli og myndum.

 

Við birtum hér nokkrar magnaðar myndir frá síðunni en hvetjum lesendur til að heimsækja hana, enda myndasafnið stórt og hægt að gleyma sér þar um stund. Myndirnar frá Cass Tech-skólanum eru sérstaklega grípandi og tregafullar en í því myndasafni hefur gömlum og nýrri myndum verið skeytt saman til að fanga anda liðinna tíma, þegar enn var líf og fjör á göngum skólans sem nú hefur verið jafnaður við jörðu.

 

The former book store.

 

The gymnasium in the new wing.

 

Second floor hallway.

 

1

Fjöldi yfirgefinna bygginga í borginni er ótrúlega hár. Allar þessar tómu byggingar vekja upp óþægilegar spurningar og vangaveltur um örlög heimilislausra manna í stórborgum heimsins. Það er ótrúleg synd að horfa uppá glæsilegar byggingar eins og þessar grotna niður meðan milljónir manna deyja úr kulda og vosbúð í gömlum pappakössum vafðir inn í dagblöð undir brúarstólpum um víða veröld.

Byggingin á þessari mynd kallast Saint Rita og var sennilega byggð árið 1916. Árið 2008 var hún á lista yfir byggingar sem ástæða þótti til að rífa með hraði en slapp naumlega og var seld á uppboði 2011 og vonir standa til að hún verði gerð upp á næstunni.

Ófáum lögreglustöðvum, sem og öðrum opinberum byggingum, hefur verið lokað í Detroit. Mörgum þeirra var lokað þegar Michigan-fylki tók yfir löggæslu í borginni sökum spillingar og fjárhagsvanda, og öðrum var síðar lokað í hagræðingarskyni. Þrátt fyrir að um opinberar byggingar sé að ræða virðist sem menn hafi látið það sig litlu varða hvort viðkvæm skjöl væru skilin eftir eða dýr búnaður sem mætti nýta annarsstaðar. Sumstaðar virðast menn bara hafa staðið upp og labbað út.

22

Highland Park lögreglustöðin. Lögð niður við yfirtöku fylkisins á lögreglunni en til stóð að opna hana aftur. Opnaði aldrei aftur og rifin 2012.

 

The machine on the right had something to do with fingerprinting.

Vél til að taka fingraför.

 

Computers left behind in the garage.

Tölvur og skjöl liggja eins og hráviði á gólfinu.

 

10 (1)

Margra áratuga rannsóknarvinna lögreglunnar fyrir hunda og katta fótum.

 

15

Fingraför og skýrslur.

 

16

Skýrsla um fíkniefnasölu.

 

Það sem er kannski það magnaðasta við að skoða myndir frá Detroit er hvað maður áttar sig rækilega á því hve fallvölt tilvera okkar mannanna er og hversu lítils sköpunarverk okkar mega sín gegn náttúrunni. Hús sem staðið hafa auð í minna en hálfa mannsævi eru að hruni komin og gróður streymir fram hvívetna og tekur úthverfin yfir á ný.
Áður en langt um líður verða víða um borgina engin merki þess að þar hafi áður staðið mannabyggð.
A large part of the burned out section collapsed in the summer of 2011.

The courtyard in between buildings, heavily overgrown.

12 (1)

9