Vídjó

Hér er fréttamynd (newsreel) frá 1946 þegar Bandaríkin sprengdu kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni á kóralrifinu Bikini á Kyrrahafi. Sumarið 1946 voru tvær sprengjur sprengdar á Bikini og var ýmsum úreltum herskipum fórnað til að kanna mótstöðu þeirra í slíkum ægilegum hamagangi.

 

Auk þess voru gerðar tilraunir með dýr til að skoða áhrif geislavirkni. 57 naggrísir, 109 mýs, 146 svín, 176 geitur og 3.030 rottur voru geymdar í nálægð við sprengingarnar. Rúmur þriðjungur þeirra drapst, en mörg dýranna sem lifðu þjáðust vegna geislavirkni.

 

Frumbyggjar á Bikini voru fluttir burt til annarra Kyrrahafseyja vegna þessa og áttu eftir að mótmæla því harðlega næstu árin á eftir. En Bandaríkjastjórn leyfði fólkinu ekki að snúa aftur til kóralrifsins, enda voru yfir tuttugu kjarnorkusprengjur sprengdar þar á um tíu ára tímabili.

 

Operation Crossroads: Tilraunir Bandaríkjamanna á Bikini sumarið 1946

Able –  varpað úr lofti með B-29 Superfortress sprengjuflugvél, 1. júlí

Baker – sprengd neðansjávar, 25. júlí

 

Sveppaský Able.

Sveppaský Able.

 

Vídjó

Sprenging Baker.

Crossroads_baker_explosion

Baker springur.

Operation_Crossroads_Baker

Baker.

Operation_Crossroads_Baker_Edit

Svepplaga ský og vatnssúla í kjölfar sprengingar Baker.

Crossroads_Gathering_Pearl

Herskipum var komið fyrir í miðju sprengingarinnar.

 

Flugmóðurskipið USS Independence brennur eftir sprengingu Able.

Flugmóðurskipið USS Independence brennur eftir sprengingu Able.

 

Admiral_Blandy_Mushroom_Cloud_Cake

Willam H.P. Blandy aðmírall var einn af skipuleggjendum tilraunanna á Bikini og hér sker hann tertu sem er í laginu eins og kjarnorkusprenging í veislu sem haldin var í kjölfar tilraunanna.