Hin þýska Juliane Köpcke var um borð í flugi 508 hjá perúska flugfélaginu LANSA árið 1971. Eldingu laust niður í flugvélina á flugi yfir frumskógum Perú og brotnaði í sundur í mikilli hæð áður en brot hennar skullu til jarðar.
Af 92 farþegum og áhafnarmeðlimum vélarinnar lifði hin 17 ára Juliane slysið ein af. Hún hrapaði þrjá kílómetra, óluð við sæti sitt og lenti í miðjum frumskóginum.
Juliane, sem var vön útivistarmanneskja, rankaði fljótt við sér og hóf að leita móður sinnar. Hún komst þó fljótlega að því að hún var ein á báti. Hún fylgdi straumi ársprænu og synti til þess að komast fram hjá torfærum og ógnum frumskógarins.
Tíu dögum síðar rambaði hún á skála skógarhöggsmanna og var flutt á sjúkrahús. Einu meiðsl hennar eftir hið gífurlega fall var brotið viðbein, varanleg blinda á öðru auga og skráma á hægri handlegg.
Þýski leikstjórinn Werner Herzog gerði árið 2000 heimildarmynd um Juliane og flugslysið sem ber nafnið Vonarvængir. Þá fylgdist Herzog með því þegar Juliane heimsótti frumskóginn í Perú aftur.
Helsta ástæðan til þess að Herzog kvikmyndaði söguna var að hann átti sjálfur að vera um borð í flugi LANSA númer 508 árið 1971. Hann hætti við að fljúga á síðustu stundu. Herzog gerði á þessum tíma kvikmyndina Aguirre með Klaus Kinski í aðalhlutverki, sem tekin var upp í frumskógum Perú.
Lesið meira:
How I survived a plane crash – Juliane lýsti reynslu sinni á vef BBC.