Vídjó

Claire Waldoff var þýsk kabarett-söngkona og skemmtikraftur sem starfaði í Berlín á árunum 1907-1939.  Hér syngur hún lagið Ach Gott Was Sind Die Männer Dumm“ (ísl. „Ó Guð, hvað karlmenn eru heimskir“) frá 1917 með sínum sérlega sterka Berlínarhreim.

 

Gröf Claire og Olgu.

Waldoff var ákveðin, skapmikil og rauðhærð.  Hún bjó í Berlín ásamt ástkonu sinni Olgu von Röder, en Berlín var á þessum árum líflegasta og skrautlegasta menningarborg Evrópu, og ríkti mikið frjálsræði í siðferðisefnum.  Þar voru Claire og Olga tíðir gestir á lesbíska klúbbinum Damenklub Pyramide.   Þegar Hitler komst til valda árið 1933 dróg Claire sig úr sviðsljósinu og fluttist árið 1939 til Bæjaralands ásamt Olgu, þar sem þær létu lítið á sér bera út stríðið. Þær lifðu báðar af og Claire lést loks í Stuttgart 1957.  Olga lést sex árum síðar, og var jarðsett við hlið hennar.

 

Þess má geta að tónlist Claire Waldoff er löngu fallin úr höfundarétti og er hægt að sækja án endurgjalds hér.

 

Ung Claire Waldoff.

 

Claire Waldoff. Klárlega kona sem lét engan vaða yfir sig.

 

Claire Waldoff og ástkona hennar Olga.

Claire Waldoff á hápunkti ferils síns.

 

Gömul Claire Waldoff.