Myndskreytingar þessar eru úr bókinni Vore fædres liv: karakterer og skildringer fra sagatiden (ísl. Líf feðra okkar: Persónur og lýsingar frá söguöld), en bókin var samansafn af útdráttum úr Íslendingasögunum fyrir norskan almenning.
Bókin kom fyrst út í Bergen árið 1888 fyrir tilstilli norska fjölfræðingsins og kennarans Nordahls Rolfsen. Teikningarnar eru eftir norska myndlistamanninn Andreas Bloch, sem myndskreytti mikið af skandinavísku fræðsluefni á þessum tímum.
Njáls saga
Gunnlaugs saga ormstungu
Laxdæla saga
Hrafnkels saga freysgoða
Lemúrinn minnir svo á að þessi tímalausu bókmenntaverk er alltaf hægt að lesa í Íslenska sagnagrunninum.
Uppfærsla 11/04/2014: Greinin hefur verið leiðrétt. Í fyrri útgáfu var ranglega sagt að Njálssynir hefðu verið skegglausir. Lemúrinn beðst velvirðingar.