Edward Dwyer var 19 ára gamall og nýbúinn að skrá sig í herinn þegar að fyrri heimsstyrjöldin braust út árið 1914. Hann barðist við Þjóðverja í Belgíu 1915 og varð yngsti maðurinn til þess að hljóta Viktoríu-krossinn í viðurkenningu fyrir hugrekki sitt á vesturvígstöðvunum. Hér má heyra upptöku frá 1916 af Dwyer að flytja lag sem sungið var af bresku hermönnunum: ,,We’re here because we’re here“ (ísl. ,,Við erum hér því við erum hér“), við stef ,,Auld Lang Syne“.
Dwyer lést ári síðar í orustunni við Somme, aðeins 21 ára gamall. Upptaka þessi er einstök því hún er eina hljóðupptakan af breskum hermanni sem varðveist hefur frá tímum fyrri heimsstyrjaldar. Upptökuna í heild sinni er hægt að nálgast hér.