„Dr. Leonard Wilson, merkur enskur læknir, kvaðst hafa verið að rannsaka orsakirnar, sem knúð hafa kvenréttarkonur á Englandi til þess að hefjast handa eins og þær hafi gert með steinkasti og öðrum illum látum, — og hann segist hafa komist að þeirri niðurstöðu, að þær þjáist af sjúkdómi, er hann nefnir »upphlaups brjálofsa«.
Hann segir ennfremur, að mikill fjöldi kvenskólakennara í landinu þjáist af þessari sýki, og telur það hina mestu hættu fyrir framtíð landsins, að láta börn stunda nám hjá slíkum konum, — með því að áhrif þau, sem þessir kennarar hafi á nemendur sína, séu hin skaðlegustu, og muni, er börnin stækka, olla mótþróa gegn allri stjórn i landinu.
Hann ræður brezku þjóðinni til þess, að senda ekki börn sín á neina þá skóla, er hafi þenn kvenkennara, sem vitanlegt sé að haldi fram jafnréttiskenningunni.
Með öðrum orðum: Hann ræður skólanefndum landsins til þess að banna þeim konum kensluatvinnu, sem skoða sig hafa rétt til að njóta almennra mannréttinda í landinu.“