Súffragettur voru konur sem börðust fyrir kosningarétti kvenna seint á nítjándu öld og snemma á þeirri tuttugustu, aðallega í Bretlandi og Bandaríkjunum.

 

Í mörgum tilfellum var litið á baráttu þessara kvenna sem stórhættulega glæpastarfsemi, sumir kölluðu þær „mestu ógnina við breska heimsveldið“. Lögreglan fylgdist með hverju fótmáli þeirra. Mörgum var stungið í fangelsi.

 

Árið 1912-13 vildi breska lögreglan Scotland Yard búa til myndskrá yfir súffragettur en konurnar vildu ekki láta mynda sig. Lögreglan ákvað því að kaupa ljósmyndavél og lét mynda baráttukonurnar í laumi í papparazzi-stíl, líkt og stundum er gert með meðlimi hryðjuverkasamtaka.

 

BBC telur að þessar myndir hafi í raun verið fyrstu njósnamyndirnar í sögu Bretlands. (© National Portrait Gallery, London)

 

 

Evelyn Manesta vildi ekki láta mynda sig og því hélt lögreglumaður henni fastri á meðan ljósmyndin var tekin. Síðan var átt við myndina og fantabrögð lögreglumannsins þurrkuð út.