Skjalasafn New York-borgar hefur nýlega afsalað höfundarrétti á rúmlega átta hundruð þúsund ljósmyndum sem sýna allar hliðar stórborgarinnar á tuttugustu öld.

 

Hér sjáum við nokkrar af þessum myndum, allar glæsilegar, en Lemúrinn mun birta fleiri á næstu misserum. Öllum er frjálst að skoða þetta gífurlega umfangsmikla myndasafn á heimasíðu skjalasafnsins. Ljósmyndirnar sem hér birtast voru valdar af blaðamanni The Atlantic.

 

Smellið á myndirnar til að stækka þær.

 

Sönnunargagn í formi ljósmyndar úr fórum New York Police Department. Lík manns sem var myrtur, um 1916-1920. Takið eftir að þrífótur myndavélarinnar gnæfir yfir myndefninu. (NYC Municipal Archives)

 

Svokallað Hooverville, fátækrahverfi í kreppunni miklu, í Brooklyn, um 1930-1932. Í dag er á sama stað Red Hook Park. (NYC Municipal Archives)

 

Málarar að störfum á Brooklyn Bridge, 7. október, 1914. (Eugene de Salignac/NYC Municipal Archives)

 

Lögreglumynd. Jos Kellner, búsettur á 404 East 54. Street, myrtur 7. janúar 1916. (NYC Municipal Archives)

 

The Queensboro Bridge 1929. (Eugene de Salignac/NYC Municipal Archives)

 

Manhattan, 1938. (Bofinger, E. M./NYC Municipal Archives)

 

Jarðlestarstöðin við City Hall, árið 1904. (NYC Municipal Archives)

 

Undir Brooklyn-brú 1918.

 

28. stræti árið 1931.

 

Meeker Avenue Bridge í byggingu, 29. júní 1939 (Joseph Shelderfer/NYC Municipal Archives)

 

Loftmynd af New York, 16. desember 1951. (NYC Municipal Archives)