„— Hvað ætlið þið að verða, þegar þið eruð orðin stór?

 

— Ég ætla að verða bóndi, sagði Gústi.

— Hann ætlar að mjólka hrossin, gall í vini hans.

 

— Og ég ætla að verða bóndakona, flýtti Vala litla með flétturnar sér að segja.

 

Gústi hafði ekki lokið máli sínu:

— Ég ætla í Verzlunarskólann, sagði hann. Svo ætla ég að verða stúdent, svo ætla ég í háskólann og svo í bændaskóla.

— Ég líka alveg eins, sagði Vala.

 

— Hvar varst þú í sveit, Ágúst?

— Höskuldsstöðum í Eyjafirði.

 

— Vill enginn [sic] ykkar stúlknanna verða flugfreyja, spurði blaðamaðurinn.

— Nohoj, heyrðist einhvers staðar.

— Ég mundi verða það, ef ég væri stelpa, sagði Gústi.

Þá flissuðu stelpurnar, strákarnir skellihlógu.“

 
Morgunblaðið, september 1964.