Í fyrradag birti Lemúrinn myndir hollenska geimfarans André Kuipers af Jörðinni, frá einstökum sjónarhóli hans um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni, 380 kílómetrum yfir yfirborði Jarðar. Kuipers hefur einnig birt myndir innan úr geimstöðinni, af daglegu lífi sínu og kollega sinna.

 

Sem stendur eru sex manns um borð í geimstöðinni. Ásamt Kuipers eru þar Bandaríkjamennirnir Daniel Burbank og Donald Pettit, og Rússarnir Anton Shkaplerov, Anatoli Ivanishin og Oleg Kononeko.

 

André Kuipers við störf. „Ég fór út í geim og það eina sem ég fékk var þessi ömurlegi bolur“

 

Girnilegur geimmatur.

 

Rússar á geimgöngu.

 

Þetta vélmenni er einnig með í för. Hér er hann að mæla loftstreymi úr loftræstingunni.

 

Geimostur svífur um í þyngdarleysinu.

 

Geimfararnir drekka úr sérstökum þyngdarleysis-tebollum.

 

Tækjabúnaður á sveimi.

 

Á hlaupabrautinni.

 

Þetta ku vera eldhúsið.

 

Svefnklefi. Geimfararnir sofa svífandi í svefnpokum.

 

Jól um borð í geimstöðinni.

 

Skipt um úrgangstank á geimklósettinu.

 

Súrefnisbirgðir. Súrefni er flutt til geimstöðvarinnar, en geimfararnir búa einnig til eigin súrefni úr vatni.

 

Nóg af snúrum.

 

Geimfararnir gera ýmsar tilraunir á sjálfum sér á meðan dvöl þeirra stendur. Hér eru þeir að mæla blóðþrýsting.

 

Sending af ferskum ávöxtum frá Jörðu.