Vídjó

Enski leikarinn Roddy McDowall fór með hlutverk hins skynsama apa Corneliusar í hinni klassísku bíómynd Apaplánetunni frá 1968.

 

Cornelius var fornleifafræðingurinn sem, ásamt kærustu sinni Ziru, aðstoðaði mennska geimfarann Taylor, sem Charlton Heston lék, og hlífði honum fyrir hinum grimma og íhaldssama yfirapa þeirra, Dr. Zaius.

 

Roddy McDowall tók upp skemmtilegt myndefni á tökustað Apaplánetunnar sem sýnir leikarana breytast úr mönnum í apa í hjólhýsum.

 

Við sjáum McDowall hitta hina leikarana, Kim Hunter, Maurice Evans og Charlton Heston á ströndinni í Malibu, þar sem hinn frægi endir Apaplánetunnar var kvikmyndaður.

 

Leikararnir þurftu að sitja tímunum saman í stóli förðunarmeistarans og liðu svo miklar kvalir í löngum tökum myndarinnar því þeim var afar heitt undir apagervinu.

 

Roddy McDowall lét það þó ekki aftra sér frá því að leika í þremur framhaldsmyndum og sjónvarpsþáttaröð um Apaplánetuna.

 

via Dangerous Minds