Vídjó

Spænski súrrealistinn Salvador Dalí bjó og starfaði á ýmsum stöðum á langri ævi sinni. En vænst þótti honum að vera í strandhúsi sínu í smábænum Portlligat í Gíróna í Katalóníu.

 

Þegar Dalí eignaðist húsið í kringum árið 1930 var það ekki nema lítill kofi. Hann eyddi næstu áratugum við að stækka húsið smám saman. Að endingu var það að hálfgerðu völundarhúsi sem endurspeglar æviverk listamannsins.

 

Ekki komast allir til Portlligat og aðeins átta manns geta skoðað húsið í einu. Því er upplagt að virða fyrir sér húsið og innviði þess í myndskeiðinu hér fyrir ofan.

 

Hér er skemmtileg umfjöllun um kastala Gölu, eiginkonu Dalís.