Vídjó

Stöffið (The Stuff) er hryllingsmynd frá 1985 um ljúffengan en dularfullan hvítan eftirrétt.

 

Maður finnur límkennt hvítt sull í helli einum. Hvíta sullið er afar gott á bragðið og birtist fljótlega í hálfslítersumbúðum merkt THE STUFF í hillum verslana.

 

Innrás Stöffsins á hinn stóra eftiréttamarkað kemur sér illa fyrir ísframleiðendur og önnur matvælafyrirtæki. Þau leiða því hesta sína saman og ráða iðnnjósnarann og fyrrverandi FBI-manninn David „Mo“ Rutherford til að rannsaka þessa nýju og vinsælu vöru.

 

Mo kemst fljótlega að því að Stöffið er hræðilega hættulegt sull því það er hvorki meira né minna en lifandi vera, sníkill sem nærist á heilabúi manna og breytir neytendum sínum í nokkurs konar afturgöngur.