Í haust tóku myndavélar Alþjóðlegu geimstöðvarinnar ljósmyndir sem sýna yfirborð Jarðar úr 350km hæð — þar á meðal má sjá norðurljósin liðast um á himni, ofanfrá.

 

Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael König tók þessar ljósmyndir, snyrti þær og raðaði saman í timelapse-myndband. Afraksturinn er ótrúlega falleg og draumkennd flugferð meðfram Jörðinni. Horfið á þetta í ‘full screen’.