Fáar lífverur á jörðinni eru eins tignarlegar og fagrar og nefapinn, nasalis larvatus. Það ætti að vera hverju mannsbarni ljóst.
Þessi frændi okkar býr á láglendi Borneó og er í útrýmingarhættu. Meðal karldýr er um 75 sm á hæð og vegur 20 kg, kvendýrin eru nokkuð minni. Nefapinn dregur nafn sitt vitanlega af hinu glæsilega nefi, en það ber einungis karldýrið. Nefin geta orðið allt að 20 sentimetra löng og þjóna aðallega þeim tilgangi að laða að hin stuttnefjuðu kvendýr.