Söguþráðurinn í hryllingsmyndinni Burnt Offerings frá 1976 er kunnuglegur. Fjölskylda dvelur í sannkölluðu draumahúsi, einhver staðar buskanum þar sem einangrunin kemur í veg fyrir að öskur þeirra heyrist.
Yndisleg dvöl fólksins í óðalinu er skyndilega rofin með hryllingi sem húsið sjálft virðist valda. Því þetta gamla og stóra óðal er í raun draugahús sem yngist með hverju mannsláti sem innan í því verður. Og eigendur hússins, dularfull systkini, virðast eiga hlut í máli.
Meðal leikenda eru Oliver Reed, Burgess Meredith, Karen Black og Bette Davis.