Vídjó

Berlín árið 1936. Nasistar hafa náð öllum völdum í Þýskalandi og nota gríðarlega öfluga áróðursmaskínu sína til að æsa upp þjóðernishyggju með því að sýna höfuðborgina Berlín sem nafla alheimsins. Hér sjáum við áróðursmyndina Ríkishöfuðborgin Berlín eftir kvikmyndagerðarmanninn Willi Forst. Flestar senurnar voru kvikmyndaðar sumarið 1936 þegar Ólympíuleikarnir fóru fram í Berlín, en sumt sem birtist í myndinni mun þó vera tekið síðar.

 

Myndin er merkileg heimild um myrkan kafla í sögu Þýskalands, þetta er Berlín nasistanna, borg sem sprengd var til grunna tæpum áratug síðar. Hún sýnir okkur líka augnablik frá daglegu lífi Þjóðverja á þessum tíma, áður en hildarleikur heimsstyrjaldarinnar hófst.