Á þessum myndum sjáum við aftöku mexíkóska byltingarmannsins Fortino Sámano árið 1917. Fyrir aftökuna reykir hann í síðasta sinn á ævinni. Hann brosir, virðist sallarólegur, með hendur í vösum og stóran vindil í kjaftinum.

 

Fortino Sámano var einn af mönnum byltingarleiðtogans Emiliano Zapata, sem barðist gegn einræðisherranum Porfirio Díaz í mexíkósku byltingunni. Yfirvöld handtóku Sámano árið 1917 og tóku hann af lífi án dóms og laga.

 

Myndirnar tók Agustín Víctor Casasola, sem var guðfaðir blaðaljósmyndunar í Mexíkó. Hans er aðallega minnst fyrir ómetanlegar myndir úr mexíkósku byltingunni.

 

 

Nokkrum andartökum eftir síðasta smókinn var Fortino Sámano tekinn af lífi.

 

Aftökusveitin lýkur verki sínu.

Byltingarmaðurinn Pancho Villa og félagar hans.

 

 

 

Pancho Villa og Emiliano Zapata í forsetahöllinni í Mexíkóborg.

Pancho Villa og Emiliano Zapata í forsetahöllinni í Mexíkóborg.

 

Síðasti smókurinn.