Það er engu líkara en að Hómer Simpson, fjölskyldufaðirinn ástsæli í Springfield, eigi tímavél. Því Hómer birtist á blaðsíðu 10 í íslenska tímaritinu Fálkanum í júlí 1949.
Hann er persóna í frekar slöppum myndasögubrandara um viðarkubba og bitmikla öxi. „Copyright P.I.B. Box 6 Copenhagen 11.“ stendur skrifað á milli kassanna í teikniskrítlunni.
Var það pósthólf Hómers árið 1949?
En þetta er ekki Hómer Simpson, heldur Adamson eftir Svíann Oscar Jacobsson. Sögurnar urðu afar vinsælar og voru gefnar út víða um heim. Í Bandaríkjunum hét Adamson „Silent Sam“.
Sænsku myndasöguverðlaunin heita eftir Adamson, og eru oft uppnefnd „Nóbelsverðlaun teiknimyndaheimsins.“
Ólafur Sindri, glöggur lesandi Lemúrsins, benti okkur á þetta.